Þjóðskjalasafnið hefur verið með fjarvinnsluverkefni í Vestmannaeyjum og starfsmenn, sem hafa haft aðstöðu í Safnahúsi, skráð upplýsingar úr gömlum manntölum á tölvutækt form. Verkefnið var sett upp vegna niðurskurðar á þorski í byrjun árs 2008 og var ætlað þeim sem væru án atvinnu. Nú er verkefninu hins vegar lokið og ekki gert ráð fyrir fjárveitingu til þess á fjárlögum en þrír einstaklingar í hlutastarfi missa vinnu vegna þess um áramótin.