Naumt tap í spennandi leik
5. maí, 2014
Haukar eru komnir með undirtökin í rimmunni gegn ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn eftir nauman sigur í Hafnarfirði í kvöld. Leikurinn var afar spennandi en um leið kaflaskiptur en staðan í hálfleik var jöfn, 15:15. Haukar voru lengst af yfir í leiknum en ÍBV komst yfir í fyrsta sinn í leiknum á 46. mínútu þegar Magnús Stefánsson kom ÍBV í 23:24. Fram að því höfðu Haukar m.a. náð fjögurra marka forystu en Eyjamenn neituðu að gefast upp. ÍBV bætti reyndar um betur og náði tveggja marka forystu 26:28 þegar sex mínútur voru eftir. En Haukar minnkuðu muninn í eitt mark og í kjölfarið fékk Guðni Ingvarsson tveggja mínútna brottvísun, sem var mjög strangur dómur. Haukar nýttu sér liðsmuninn vel, komust yfir 29:28. ÍBV fékk sókn og spilaði sig vel í gegnum vörn Hauka en Andri Heimir Friðriksson skaut yfir úr dauðafæri. Hann vildi reyndar meina að varnarmaður Hauka hefði ýtt við honum þegar hann fór í gegn en ekkert var dæmt. Kolbeinn Ingibjargarson varði reyndar skot Hauka þegar um 8 sekúndur voru eftir en gekk herfilega að ná boltanum úr netinu bak við markið og um leið rann síðasta tækifærið út í sandinn.
�?rátt fyrir tapið var ÍBV að leika ágætlega. Sóknarleikurinn gekk ágætlega enda skoraði ÍBV 28 mörk í leiknum en að sama skapi fóru leikmenn ÍBV illa með nokkur úrvalsfæri. �?ótt ÍBV hafi fengið á sig 29 mörk, þá var varnarleikurinn góður en Haukar skoruðu mörg mörk úr hraðaupphlaupum í leiknum. Kolbeinn varði nokkrum sinnum mjög vel í markinu, varði alls 15 skot sem telst nokkuð gott enda leysti Henrik Eidsvaag hann af hólmi um tíma án þess að verja skot. Hvítu riddararnir voru í Hafnarfirði og létu vel í sér heyra og vöktu verðskuldaða athygli myndatökumanna enda besta stuðningsmannasveit íslenska handboltans í dag.
Leikurinn í heild sinni var hin besta skemmtun, mikill hraði og vel leikinn og ef þetta er það sem koma skal í rimmunni, þá verður enginn svikinn af því að mæta á völlinn. Næsti leikur liðanna er á fimmtudaginn í Eyjum og hefst klukkan 19:45.
Mörk ÍBV: Agnar Smári Jónsson 8, Theodór Sigurbjörnsson 6, Róbert Aron Hostert 5, Guðni Ingvarsson 3, Magnús Stefánsson 2, Grétar Eyþórsson 2, Sindri Haraldsson 2.
Varin skot: Kolbeinn A. Ingibjargarson 15.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst