Eyjamenn voru stálheppnir að landa sigri gegn neðsta liði 1. deildar, Þrótti þegar liðin mættust í íþróttahúsinu í Austurbergi í dag. Lokatölur urðu 26:27 fyrir ÍBV en Þróttarar voru yfir í hálfleik 16:11. Sigurinn gerir það hins vegar að verkum að Eyjamenn, sem eru í þriðja sæti, eru komnir með þriggja stiga forskot á Víkinga, sem eru í því fjórða.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst