Neituðu öll að segja til höfuðpaursins
9. janúar, 2007

Við rannsókn málsins var lagt hald á 1,3 kíló af hassi og tæplega 20 grömm af amfetamíni en í fórum karlmannsins fundust einnig 280.500 í íslenskum seðlum og ein milljón króna í bandarískum dollurum. Ekki tókst að sanna að dollararnir hafi verið ávinningur af fíkniefnasölu.

Seðlarnir, sem fundust við húsleitir, voru gerðir upptækir þar sem þeir voru ótvírætt taldir vera ávinningur af fíkniefnasölu.

Tryggvi Kr. �?lafsson, rannsóknarlögreglumaður í Vestmannaeyjum, segir málið vera umfangsmesta fíkniefnamál sem upp hafi komið í bænum. �?�?ótt hér hafi komið upp stór smyglmál þá er þetta mál stærsta dreifingarmál sem hér hefur komið upp. Við yfirheyrslur neituðu allir að segja til þess manns sem mögulega stóð á bak við fíkniefnamisferlið og það eru auðvitað vonbrigði eins og alltaf þegar þannig er, en það er því miður algengt. Rannsókn málsins gekk að öðru leyti vel þótt hún hafi tekið nokkurn tíma.�?

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins annaðist karlinn í hópnum þvætti fyrir höfuðpaurinn en lögreglan rannsakaði bankareikninga hans. Talið er að hinn ákærði hafi stundað fíkniefnasölu í Vestmannaeyjum árum saman.


Bókuðu undir fölsku nafni
Fíkniefnasmyglarar fylgdust náið með starfsemi lögreglu í Eyjum og í �?orlákshöfn þegar burðardýr smygluðu fíkniefnum með Herjólfi. �?etta kom fram við rannsókn fíkniefnamáls sem kom upp í Vestmannaeyjum fyrir rúmlega ári en ákæra var gefin út í gær á hendur karlmanni og þremur konum vegna málsins.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins bókuðu burðardýrin sig inn undir fölsku nafni og fylgdust svo náið með því hvort lögreglan væri með hund til þess að leita að efnum er gengið var um borð.

Ekki hafa enn þá verið teknar upp þær starfsvenjur að krefjast persónuskilríkja við inngöngu í skipið. �?�?að væri skynsamlegt að taka upp þetta starfslag þó ekki væri nema til þess að auðvelda verkferla ef eitthvað kemur upp, því það getur skipt sköpum að vita nákvæmlega hverjir eru um borð. Annars er það nú ekkert sem kemur mönnum á óvart að það sé fylgst með lögreglu bæði í Eyjum og �?orlákshöfn enda um fáar smyglleiðir til Eyja að ræða,�? segir Tryggvi Kr. �?lafsson, rannsóknarlögreglumaður í Vestmannaeyjum.

�?ljóst er enn þá hvenær mál ákæruvaldsins á hendur manninum og konunum þremur verður tekið fyrir í dómi.

Fréttablaðið greindi frá.

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst