Bifvélaverkstæðið Nethamar skiptir um eigendur nú um mánaðarmótin. Þetta kemur fram í tilkynningu sem fráfarandi eigendur sendu frá sér í dag. Það eru Sigurjón Adolfsson og fjölskylda sem taka yfir reksturinn sem hingað til hefur verið í höndum þeirra hjóna Guðjóns og Ragnheiðar. Tilkynninguna má lesa hér að neðan.
Kæru viðskiptavinir.
Í dag er síðasti dagurinn hjá okkur á bifvélaverkstæðinu Nethamri
en á morgun 1. mars taka nýir aðilar við húsnæðinu og munu þeir
reka þar áfram bifvélaverkstæði.
Vélaverkstæði Nethamars að Flötum 21 verður áfram í fullum rekstri.
Við viljum þakka starfsmönnum öllum fyrir samstarfið og þeirra góðu
störf og viðskiptavinum fyrir viðskiptin og samfylgdina í gegnum tíðina.
Við óskum Sigurjóni og fjölskyldu til hamingju með verkstæðið og óskum
þeim velfarnaðar í starfi.
Guðjón R. Rögnvaldsson
Ragnheiður Einarsdóttir
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst