Samþykkt var á fundi bæjarstjórnar fyrr í mánuðinum að boðið verði upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir grunnskólabarna frá hausti.
Meðal erinda á fundi fræðsluráðs Vestmannaeyja í vikunni sem leið voru gjaldfrjálsar skólamáltíðir, og fór framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs fór yfir stöðu mála.
Í máli hans kom fram að í dag eru nánast öll börn í 1. til 5. bekk að þiggja skólamáltíðir en einungis um þriðjungur barna í 6. til 10. bekk. Búast má við að gjaldfrjálsar skólamáltíðir geti haft áhrif á skólastarf og uppsetningu skóladagsins.
Fram kemur í fundargerð að ráðið þakkaði kynninguna en ítrekaði þær athugasemdir sem Vestmannaeyjabær hafði lagt fram vegna málsins.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst