Njáll Ragnarsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til stjórnlagaþings í kosningum sem fara fram 27. nóvember. Njáll sendi út fréttatilkynningu þess efnis fyrir skömmu en Njáll er borinn og barnfæddur Eyjamaður, er með B.A. próf í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og stundar í dag meistaranám í opinberri stjórnsýslu við HÍ. Fleiri Eyjamenn hafa ákveðið að stíga fram og bjóða sig fram til stjórnlagaþingsins.