Nokkuð um að fólk nálgaðist rykgrímur hjá lögreglu
19. apríl, 2010
Ekki er hægt að segja en rólegt hafi verið hjá lögreglu í vikunni sem leið. Nokkuð var um að fólk hafi komið á lögreglustöðina til að nálgast rykgrímur vegna hugsanlegs öskufalls frá eldsumbrotunum í Eyjafjallajökli. Í vikunni var tilkynnt um að reiðhjóli hafi verið stolið frá Íþróttamiðstöðinni og er talið að þjófnaðurinn hafi átt sér stað á milli kl. 17:00 og 19:00 þann 15. apríl sl. Um er að ræða rautt gírahjól af gerðinni Giant. Eru þeir sem einhverjar upplýsingar hafa um hjólið beðnir um að hafa samband við lögreglu.