Það var í ýmsu að snúast hjá lögreglu í vikunni sem leið og þá sérstaklega um helgina en nokkuð var um útköll vegna ölvunaróláta. Aðfaranótt sl. sunnudag reyndi stúlka á átjánda ári að komast inn á veitingastaðinn Volcano með fölsuðum skilríkjum en árvökull dyravörður sá í gegnum fölsunina og lét lögreglu vita. Stúlkan viðurkenndi fölsunina og var henni gerð grein fyrir alvarleika málsins, samkvæmt dagbókarfærslu lögreglunnar.