Það var í ýmis horn að líta hjá lögreglunni í vikunni sem leið án þess þó að alvarleg mál hafi komið upp. Skemmtanahald helgarinnar fór þokkalega fram þrátt fyrir að fjöldi fólks hafi verði að skemmta sér, enda er tími Þorrablótanna runnin upp. Eitthvað var um pústra við skemmtistaði bæjarins án þess þó að það hafi leitt til kæru. Lögreglan þurfti þó að koma fólki til síns heima sem átti erfitt með að fóta sig, bæði sökum ölvunar og ekki síst hálku sem var á götum bæjarins.