Það styttist í áramót og ekki úr vegi að líta yfir veðurhorfurnar á þessum síðustu dögum ársins og hvernig muni viðra á landann á áramótunum. Lítum fyrst á veðurspánna fyrir næsta sólarhing á Suðurlandi.
Segir í spá Veðurstofunnar: Breytileg átt 3-8 m/s og él, en snjókoma við ströndina síðdegis. Frost 1 til 7 stig. Norðan 5-13 og styttir upp í kvöld. Bjart veður á morgun og talsvert frost.
Á mánudag:
Austlæg eða breytileg átt 5-13 m/s. Dálítil él á víð og dreif, en snjókoma um tíma á sunnanverðu landinu. Herðir á frosti, 5 til 20 stig síðdegis, kaldast í innsveitum norðaustanlands.
Á þriðjudag (gamlársdagur):
Norðan og norðaustan 5-13. Léttskýjað á Suður- og Vesturlandi, annars lítilsháttar él. Talsvert frost.
Á miðvikudag (nýársdagur):
Norðlæg átt og víða léttskýjað, en skýjað með köflum norðaustantil og dálítil él við ströndina. Áfram kalt í veðri.
Á fimmtudag:
Vestanátt og él, en þurrt suðaustan- og austanlands. Dregur úr frosti.
Á föstudag:
Útlit fyrir kalda norðanátt með dálitlum éljum fyrir norðan og austan.
Spá gerð: 28.12.2024 07:31. Gildir til: 04.01.2025 12:00.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst