Gunnar Heiðar Þorvaldsson, knattspyrnumaður frá Vestmannaeyjum, skoraði eitt mark og lagði upp tvö fyrir sænska úrvalsdeildarliðið Norrköping í gær. Liðið vann þá sigur, 5:0, á varaliði spænska félagsins Real Mallorca en Gunnar er í æfingabúðum með Svíunum á Mallorca og dvelur þar með þeim til þriðjudags.