Notaleg stemning á Jólahvísli
DSC 6963
Elísabet og Guðný á sviðinu. Eyjafréttir/Eyjar.net: Óskar P. Friðriksson

Húsfyllir var í Hvítasunnukirkjunni í gærkvöldi á Jólahvísli. Óhætt er að segja að það hafi verið góð og þægileg jólastemning í salnum. Helgi Tórshamar er einn listamannana sem kom fram á tónleikunum.

„Tónleikarnir gengu mjög vel. Við fengum frábærar móttökur frá áhorfendum, og þetta var yndisleg stund. Við erum mjög ánægð með hvernig allt þróaðist og hvernig tónlistin fylltist af hátíðleika og jólaandinn sveif yfir alla á tónleikunum.” segir hann og bætir við:

„Við erum mjög þakklát með mætinguna! Það var fullt hús og stemningin var alveg frábær. Það er alltaf ánægjulegt þegar fólk kemur til að njóta þessarar stundar með okkur ár hvert. Takk kærlega til allra sem mættu og gerðu tónleikana svo sérstaka. Við viljum einnig þakka öllum sem aðstoðuðu okkur við undirbúning og framkvæmd – án ykkar hefði þetta ekki verið mögulegt. Allur ykkar stuðningur er ómetanlegur! Jólahvísl, vill óska ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Sjáumst á Jólahvísli 9 árið 2025.”

Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari Eyjafrétta fylgdist með tónleikunum í gegnum linsuna.

Nýjustu fréttir

Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu
Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.