Húsfyllir var í Hvítasunnukirkjunni í gærkvöldi á Jólahvísli. Óhætt er að segja að það hafi verið góð og þægileg jólastemning í salnum. Helgi Tórshamar er einn listamannana sem kom fram á tónleikunum.
„Tónleikarnir gengu mjög vel. Við fengum frábærar móttökur frá áhorfendum, og þetta var yndisleg stund. Við erum mjög ánægð með hvernig allt þróaðist og hvernig tónlistin fylltist af hátíðleika og jólaandinn sveif yfir alla á tónleikunum.” segir hann og bætir við:
„Við erum mjög þakklát með mætinguna! Það var fullt hús og stemningin var alveg frábær. Það er alltaf ánægjulegt þegar fólk kemur til að njóta þessarar stundar með okkur ár hvert. Takk kærlega til allra sem mættu og gerðu tónleikana svo sérstaka. Við viljum einnig þakka öllum sem aðstoðuðu okkur við undirbúning og framkvæmd – án ykkar hefði þetta ekki verið mögulegt. Allur ykkar stuðningur er ómetanlegur! Jólahvísl, vill óska ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Sjáumst á Jólahvísli 9 árið 2025.”
Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari Eyjafrétta fylgdist með tónleikunum í gegnum linsuna.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst