Í kvöld klukkan 19:00 verður blysför frá Hásteini og verður gengið fylktu liði inn á malarvöll. Nú hefur hins vegar verið ákveðið, í fullu samráði við jólasveinana að sjálfsögðu, að breyta örlítið gönguleiðinni á þann veg að í stað þess að beygja af Illugagötu og inn á Kirkjuveg, verður gengið áfram upp Illugagötuna og beygt niður Höfðaveg.