Eyjamenn tóku á móti nýja árinu með stæl á gamlárskvöldi, en mikið var sprengt og lýstu flugeldar upp himininn. Þrátt fyrir kulda var veðrið afar stillt og fallegt, sem gerði flugeldunum kleift að njóta sín til fulls. Óskar Pétur Friðriksson ljósmyndari Eyjafrétta náði að fanga þessa stórkostlegu ljósadýrð á mynd og ljóst er að Eyjamenn kunna svo sannarlega að fagna.
Jólahátíðinni verður svo lokað hér í Eyjum með Þrettándagleði ÍBV sem haldin verður föstudaginn 3. janúar. Gleðin hefst kl 19:00 þar sem kveikt verður á ketum á Molda og verður einnig flugeldasýning, blysför, álfabrenna, jólasveinar, tröll, tónlist og margt fleira.
Eyjafréttir óskar öllum lesendum sínum gleðilegs nýs árs.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst