Vinna við Þórunni Sveinsdóttur, VE 401 er á lokasprettinum. Skipið er nú í Hirtshals í Danmörku, þar sem það var sandblásið og búið er að mála skipið í sínum fallega bláa lit. Á heimasíðu útgerðarinnar má lesa að verið sé að blása ballest í kjölinn að framan, sinka skrokk skipsins, að sprauta vélarúmið og verið að mála verkstæðisgólfið. Þeir feðgar, Sigurjón, Viðar og Gylfi eru allir staddir í Danmörku og sigla síðan þessu glæsta skipi heim.