Nýliðar Víkings í heimsókn í kvöld
22. maí, 2014
ÍBV tekur á móti nýliðum Víkings í Pepsídeild karla í dag klukkan 18:00 og fer leikurinn fram á Hásteinsvelli. Eyjamenn hafa ekki farið vel af stað í Íslandsmótinu, byrjuðu á að gera jafntefli gegn Fram á útivelli en hafa svo tapað þremur leikjum í röð, þar af tveimur á heimavelli. Sigurður Ragnar mun hita upp með stuðningsmönnum fyrir leikinn yfir kaffibolla klukkan 9:30 í ÍBV heimilinu en Eyjamenn eru hvattir til að fjölmenna á völlinn og hvetja strákana til sigurs. Geir Reynisson, vallarþulur á Hásteinsvelli hefur ákveðið að stíga til hliðar eftir 21 ár en leikurinn í kvöld verður sá síðasti sem hann heldur utan um hljóðnemann.
Eins og áður sagði, hefur gengi ÍBV ekki verið gott í byrjun leiktíðar. Páll Magnússon, fyrrum útvarpsstjóri skrifaði stuttan pistil þar sem hann lýsir eigin upplifun af byrjun Íslandsmótsins og birtist pistillinn á stuðningsmannasíðu ÍBV á facebook. Pistilinn má lesa hér að neðan:
“�?ótt streymi á móti og stig
séu fá: Komum fagnandi!”
�?að er best að játa það strax að ég er ekki barnanna bestur í að þola illa þegar ÍBV tapar fótboltaleik og fer í gegnum miklar tilfinningasveiflur. �?egar illa gengur fyllist ég dómhörku – finnst einstakir leikmenn ekkert geta og þjálfarinn vera dómgreindarlaus vitleysingur. �?egar vel gengur finnst mér leikmennirnir vera fáséðir snillingar í landsliðs- og stórklúbbaklassa og þjálfarinn yfirburðamaður. �?að er eiginlega ekkert þarna á milli!
Samt veit ég að þetta er ekki svona. Núna erum við öll hundfúl yfir því að hafa tapað þremur leikjum í upphafi Íslandsmótsins og gert eitt jafntefli. En það er ábyggilega enginn eins fúll yfir þessu og leikmennirnir sjálfir og þjálfarinn. Og ef maður á að vera fyllilega sanngjarn held ég að það sé bara hægt að gagnrýna liðið harkalega fyrir frammistöðuna í einum leik: gegn Fylki heima. �?að var hrein óheppni og nokkrar rangar ákvarðanir sem leiddu af sér hin töpin tvö en ekki slök spilamennska í heildina. Á móti Fylki uppfylltu leikmennirnir hins vegar ekki þá kröfu sem alltaf er réttmætt að gera til þeirra: að þeir leggi sig alla fram og berjist fyrir félagið. �?etta vita þeir best sjálfir eins og kom fram í því sem Eiður Aron, fyrirliði, sendi frá sér.
Við getum ekkert gert í leikjum sem eru búnir en við getum staðið okkur vel í þeim sem eru eftir – og sem betur fer eru þeir margir! Á morgun – fimmtudag – lít ég svo á að Íslandsmótið sé að byrja upp á nýtt fyrir ÍBV og við mætum Víkingi á Hásteinsvelli! Mætum öll og hvetjum okkar menn. �?að er ekki í anda ÍBV að gefast upp með nöldri og neikvæðni. Við gerðum það ekki í handboltanum um daginn og við gerum það ekki í fótboltanum núna.
Áfram ÍBV!
Palli Magg
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst