Nýr aðstoðarþjálfari og nýtt ráð
Sigurður Bragason verður aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara ÍBV í karlahandboltanum. Samningur þess efnis var undirritaður í lúkarnum á aflatrillunni �?rasa VE, sem er í eigu fjölskyldu Sigurðar. Sigurð þarf varla að kynna fyrir handboltaunnendum enda fyrrum fyrirliði karlaliðsins og einn litríkasti leikmaður þess síðari ár. �??�?að er spennandi verkefni að fara starfa við hliðina á Gunnari Magnússyni, sem er einn besti handboltaþjálfarinn á Íslandi í dag. �?g á eftir að læra mikið af honum í vetur,�?? sagði Sigurður sem um áratugaskeið hefur starfað sem þjálfari í yngri flokkum auk þess sem hann var í handboltaráði síðasta vetur. �??�?að er líka gaman að því að fyrsti leikurinn sem ég starfa sem aðstoðarþjálfari, er leikur um bikar en við mætum Haukum í Meistarakeppninni á miðvikudag. Svo eftir það er það Evrópukeppnin,�?? sagði Siggi og brosti.
Nýtt handboltaráð
Karl Haraldsson tekur við formennsku í handboltaráði af Sindra �?lafssyni. Karl sagði að verið væri að setja saman nýtt ráð sem tæki við keflinu en hann bætti því við að þeir sem voru í handboltaráðinu síðasta vetur, muni allir taka að sér verkefni til að létta undir með ráðinu og þannig starfa áfram í kringum handboltann.
Fyrsti leikur á miðvikudag
Eins og Sigurður kom inn á, munu Íslandsmeistarar ÍBV mæta bikarmeisturum Hauka í Meistarakeppni HSÍ í Eyjum á miðvikudag. Leikurinn átti upphaflega að fara fram á þriðjudag en hefur nú verið seinkað um einn dag og hefst leikurinn klukkan 18:00.

Nýjustu fréttir

Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.