Bæjarráð Sveitarfélagsins Árborgar í morgun:
Svohljóðandi tillaga bæjarfulltrúa B, S og V lista var lögð fram:
Bæjarráð samþykkir að bjóða Golfklúbbi Selfoss land undir nýjan 18 holu golfvöll á svæðinu á milli Eyrarbakka og Stokkseyrar austur af Kríunni, en verið er að ganga frá landaskiptum á milli ríkisins og sveitarfélagsins, á því svæði. Þá samþykkir bæjarráð að fela bæjarstjóra og bæjarritara að hefja viðræður við fulltrúa Golfklúbbsins um mögulega aðkomu sveitarfélagsins að uppbyggingu nýs golfvallar á þessu svæði.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst