Af ummælum sveitarstjórnarmanna og almennings á Suðurlandi að merkja er ljóst að ekki er fyrir hendi greiðsluvilji notenda Suðurlandsvegar en sá vilji er ein grundvallarforsenda veggjalda.
Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra og þingmaður Suðurkjördæmis, segir að álit nefndarinnar muni ekki koma í veg fyrir vegabætur á Suðurlansvegi. �?�?að er fullur vilji innan ríkisstjórnarinnar til að ganga í vegabætur á stofnæðum vegakerfisins út frá Reykjavík og ljúka þeim á sem stystum tíma. �?g treysti minni ríkisstjórn til þess og mun fylgja því eftir sem fulltrúi Sunnlendinga í ríkisstjórninni.�? segir Guðni.
Nefndin telur að til greina komi að standa að úrbótum í samgöngum með einkaframkvæmd en þá aðeins að tilkomi notendagjöld eða bein fjárframlög annarra en ríkisins.
Sturla Böðvarsson skipaði nefndina 17. júlí í fyrra en álit nefndarinnar var kynnt síðastliðinn þriðjudag. Í því kemur fram að einkaframkvæmd kunni að vera álitlegur kostur, að því gefnu að framkvæmdin verði ódýrari en ella og ef sértækri gjaldtöku er beitt.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst