Í dag er verið að bera út 17. tölublað Eyjafrétta til áskrifenda. Blaðið er fullt af skemmtilegu efni. Þar er farið yfir komandi þingkosningar. Kíkt í leikhúsið. Við skoðum hvað er í boði á aðventunni. Þá er verkefninu Kveikjum neistann gerð góð skil.
Einnig skoðum við Framúrskarandi fyrirtæki í Eyjum og fjöllum um vel heppnað kafbátaverkefni. Karlar í skúrum og Skjöldur fá einnig sitt pláss í blaðinu. Þetta og meira til í nýjasta tölublaði Eyjafrétta. Blaðið er einnig selt í lausasölu í Tvistinum og á Kletti.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst