Nýtt fólk í bæjarstjórn horfir björtum augum fram á veginn
21. júní, 2018

Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar er í Einarsstofu kl. 18:00 í dag. Höfðu Eyjafréttir samband við nýkjörna bæjarfulltrúa, sem flestir eru að stíga sín fyrstu skref í bæjarpólitíkinni og var spurningin; hvernig leggst kjörtímabilið í þig?

 

Helga Jóhanna Harðardóttir:
Tek fullan þátt á hliðarlínunni

„Kjörtímabilið leggst bara vel í mig. Vissulega hefði ég viljað hafa fengið tækifæri til þess að sitja sem bæjarfulltrúi en ég kem til með að taka fullan þátt á hliðarlínunni. Samstarfið hjá Eyjalistanum og Fyrir Heimaey lofar góðu og ég hef mikla trú á að þessi meirihluti komi til með að vinna vel saman á þessum 4 árum. Stefnumál og áherslur flokkanna eru mjög lík og þess vegna tel ég að það verði unnið að mörgum góðum málum á þessu kjörtímabili,“ sagði Helga Jóhanna Harðardóttir, varabæjarfulltrúi Eyjalistans þegar hún var spurð að því hvernig nýbyrjað kjörtímabil leggst í hana.

 

Elís Jónsson:
Fjölmörg tækifæri að gera eitt og annað

Elís Jónsson á H-lista er nýr í þessu eins og Helga Jóhanna og lýst vel á verkefnin framundan. „Ég hef bara allt fínt að segja um nýtt kjörtímabil. Það eru fjölmörg tækifæri til að gera eitt og annað á næstu fjórum árum. Að byrja í bæjarstjórn er mjög áhugavert og spennandi. Ég hef verið mikill áhugamaður um bæjarmálin og sú staða að vera kjörinn í bæjarstjórn gefur mikla möguleika,“ sagði Elís sem er þakklátur fyrir þetta tækifæri.

Helga Kristín Kolbeins:
Að starfa í minnihluta er meiri áskorun en að vera í meirihluta

„Ég og félagar mínir horfum björtum augum til næstu fjögurra ára, bæjarsjóður er með sterka stöðu en dæmin hafa sýnt að það þarf ekki langan tíma til að snúa henni á verri veg.
Í öldrunar- félags- og skólamálum eru allt upp á sitt besta og brátt verður tekin í notkun viðbygging á Hraunbúðum sem mun gjörbreyta aðstöðu þar. Félagsþjónustan stendur á styrkum stoðum og ég trúi ekki öðru en viðbygging og færsla Tónlistarskólans við Hamarsskóla verði að veruleika,“ sagði Helga Kristín Kolbeins, önnur á lista Sjálfstæðisflokk og kemur ný inn í bæjarstjórn.
„Búið er að koma af stað einum stærstu framkvæmdum í sögu bæjarfélagsins á sviði ferðaþjónustu, náttúrusafni og lundaathvarfi auk tilvonandi Eldfjallabaðlóns. Þetta mun styrkja atvinnulíf, fræðastörf og gera ferðaþjónustufyrirtækjum kleyft að bjóða upp á þjónustu í mun lengri tíma af árinu en nú er.“
Helga Kristín segir Vestmannaeyjar standa á sterkum stoðum í dag, og eigi framtíðina fyrir sér með frábærum samningi um rekstur Herjólfs. „Við í minnihlutanum munum gæta þessarar framtíðarsýnar næstu fjögur árin þó að það geti verið á brattan verði að sækja.
Ég hef kynnst á síðustu vikum ótrúlegum fjölda öflugs fólks sem ber í brjósti sömu sýn og ég og félagar mínir. Að starfa í minnihluta er meiri áskorun en að vera í meirihluta. Við þurfum að spyrja krefjandi spurninga og skoða gagnrýnum augum þær ákvarðanir sem verða teknar, þar er ég á réttum stað. En umfram allt munum við gera okkar besta til að tryggja að Vestmannaeyjar og íbúar Eyjanna verði í fremstu röð á öllum sviðum hér eftir sem hingað til,“ segir Helga Kristín að lokum.
 …

Trausti Hjaltason:
Stóðu ekki við eigin áform um bæjarstjóra

Trausti Hjaltason er einn af reynsluboltunum í bæjarstjórn en skiptir um hlutverk eftir að hafa verið í meirihluta Sjálfstæðisflokksins í tvö kjörtímabil. Er hann í þriðja sæti listans núna.
„Stóru verkefni kjörtímabilsins verða að standa við nýja samninginn varðandi rekstur Herjólfs með allri þeirri þjónustuaukningu sem honum fylgir. Fylgja eftir þeim framkvæmdum sem búið er að koma í gang og halda áfram að þrýsta á ríkisvaldið varðandi samgöngur og heilbrigðismál,“ segir Trausti.
Hann segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi staðið fyrir traustan rekstur og ábyrga fjármálastjórnun sem er grunnurinn að þeirri miklu þjónustuaukningu sem hefur orðið á undanförnum árum. „Við munum áfram reyna að standa vörð um reksturinn og fjármálin ástamt því að koma góðum málum á framfæri. Eitt af verkum fyrsta bæjarstjórnarfundar verður að skipa í ráð og nefndir og þar búum við hjá Sjálfstæðisflokknum að því að eiga mikið af reynslumiklu fólki sem hefur setið áður í nefndum og ráðum á vegum sveitarfélagsins og hefur tekið virkan þátt í starfinu á undanförnum árum.“
Trausti segir að staðan sé ný og miklar breytingar framundan eftir afar sérstaka atburðarás í kringum myndun nýs meirihluta. „Þar sem bæði H- og E-listinn stóðu ekki við sín orð, hvorki gagnvart okkur né kjósendum. Það kom fram hjá H-listanum fyrir kosningar að framboðið ætlaði að hafa það þannig að oddvitin þeirra mundi stíga til hliðar ef hún yrði bæjarstjóri, það liggur nú fyrir að það verður ekki staðið við það. Eyjalistinn var með það sem forgangsmál að auglýsa eftir bæjarstjóra og ætla þau þrátt fyrir að hafa verið í afar góðri samningsstöðu, að gefa það eftir gagnvart sínum kjósendum sem kom mér verulega á óvart,“ segir Trausti að endingu.
 …

Hildur Sólveig: 
Hlakka til að bretta upp ermarnar og halda áfram í uppbyggingarvinnu

Hildur Sólveig Sigurðardóttir, er þrátt fyrir ungan aldur annar reynsluboltinn í nýrri bæjarstjórn Vestmannaeyjabæjar. Skipar hún oddvitasætið á lista Sjálfstæðisflokksins sem nú er í minnihluta eftir að hafa verið í meirihluta frá árinu 2006.
„Ég hef eðli málsins samkvæmt blendnar tilfinningar gagnvart næsta kjörtímabili. Fyrir það fyrsta þá þykir mér persónulega leitt að hafa misst úr brúnni okkar öfluga málsvara og baráttuhund, Elliða Vignisson og vil nýta tækifærið og þakka honum kærlega fyrir hans miklu óeigingjörnu vinnu og frábært samstarf í gegnum árin og óska ég honum góðs gengis í framtíðarverkefnum,“ segir Hildur Sólveig.
„Ég vil jafnframt óska öllum nýkjörnum bæjarfulltrúum innilega til hamingju með kjörið og vona að samstarfið verði árangursríkt þar sem hagsmunir Vestmannaeyjabæjar og íbúa verða í fyrirrúmi.“
Hún segir að nýtt kjörtímabil sé nú þegar orðið sögulegt þar sem meirihluti bæjarfulltrúa eru konur en það hefur ekki gerst áður í sögu Vestmannaeyjabæjar. „Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem búa að mikilli og dýrmætri reynslu við stjórnun sveitarfélagsins finna til ábyrgðar sinnar í því ljósi og munu án efa leggja hjarta sitt og sál í að verja þá góðu stöðu sem bæði starfsmenn og kjörnir fulltrúar hafa í gegnum árin lagt mikla og óeigingjarna vinnu við að koma bæjarfélaginu í.
Framundan eru virkilega spennandi verkefni enda uppbyggingin í samfélaginu með eindæmum, með komu Merlin Entertainment, byggingu nýrra þjónustuíbúða fyrir aldraða og fatlaða og svo auðvitað það sem allir hafa beðið eftir með mikilli eftirvæntingu, koma nýs Herjólfs í haust og rekstur sveitarfélagsins á ferjunni með þeirri gríðarlegu þjónustuaukningu sem þeim samning fylgdi.
Ég hef fulla trú á að þessi góðu verkefni ásamt hinni miklu athafnagleði í atvinnulífi Vestmannaeyinga muni koma til með að vænka hag Vestmannaeyja enn frekar á næstu árum. Verður virkilega gaman að fylgjast náið með framvindunni. Ég hlakka persónulega til að bretta upp ermarnar og halda áfram að taka þátt í uppbyggingarvinnunni fyrir þetta magnaða samfélag,“ sagði Hildur Sólveig að endingu.
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
EF Fors 10 Tbl 2025
10. tbl. 2025

NÝBURAR

Aaro Orrason Vähätalo
30. ágúst 2025
Drengur
Turku Finnland
Laura Vähätalo og Orri Arnórsson

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.