„Þetta er náttúrulega bara ævintýrareið, algjörlega nýtt fyrir okkur og hrossin líka að ferðast í hrauni og svona“ segir Haraldur Guðfinnsson, hestamaður. Blaðamaður rakst á fyrirmyndahóp reiðmanna við rætur Helgafells og fékk að forvitnast um hann.
„Þetta er svona ferðahópur sem hefur verið að ferðast saman í mörg ár. Gamlir félagar, upprunalega úr hestamannafélaginu Gusti í Kópavogi, það er kjarninn“ segir Haraldur. „Þessi hópur er kallaður af sumum okkar „Síðasti séns“ sem segir nú kannski meira um fólkið“ bætir annar við.
Heppin með veður
Og voruði bara að klára túr núna? „Nei, við erum að byrja. Gott að þú náðir okkur svona snemma, því annars hefðum við verið orðin svo drukkin. Við erum tiltölulega skýr núna“ segir Haraldur í gamansömum tóni.
„Svo vorum við svo heppin að fá þennan dásamlega dag í gær, og eyjurnar skörtuðu alveg sínu fegursta.“
Binni í Vinnslustöðinni leiddi hópinn og færði þeim sögur úr Eyjum. Sjálfur er Binni lærður búfræðingur og segir hestamennskuna heilla.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst