Minnihlutinn í bæjarstjórn greiddi atkvæði gegn áætluninni og segir forsendur áætlunarinnar vanhugsaðar. Raunhæfara er að reikna með 16 til 20 prósenta fjölgun íbúa fram til ársins 2010, að mati minnihlutans.
Íbúar Hveragerðisbæjar voru 2.189 þann 1. desember í fyrra en áætlunin gerir ráð fyrir að þeir verði 3.335 árið 2010. Áætlunin gerir jafnframt ráð fyrir að tekjur Hveragerðisbæjar aukist úr rúmum 1.050 milljónum króna á árinu 2007 í rúmar 1.600 milljónir króna á árinu 2010. Á sama tímabili er gert ráð fyrir að rekstrargjöld, án afskrifta og fjármagnsliða, vaxi úr 955 milljónum króna í 1.465 milljónir króna.
Meirihluti Sjálfstæðismanna segist leggja áherslu á aðhald í rekstri og skapa þannig svigrúm til framkvæmda. Ekki verður þó komist hjá lántökum en gangi spár um íbúaþróun eftir munu skuldir við lánastofnanir á hvern íbúa lækka á tímabilinu; úr 344 þúsundum króna í ár í 340 þúsund krónur árið 2010.
Aldís Hafsateinsdóttir bæjarstjóri segist ekki efast um að Hveragerði eigi eftir að vaxa verulega á næstu árum. �?�?g vonast til að þriggja ára áætlunin gangi eftir enda er hún byggð á meðaltalsfjölgun undanfarinna ára og væntingum núverandi og fyrrverandi meirihluta til Eyktarsamnigsins,�? segir Aldís.
Eyk hyggst reisa um 300 íbúðir, og fyrsta áfanga leikskóla, í Hveragerði fram til ársins 2010, aðrar 300 íbúðir á tímabilinu 2011 til 2014 og um 250 íbúðir á árabilinu 2015 til 2018.
Gunnar Valur Gíslason, forstjóri Eyktar, segir fyrirtækið stefna á að hefja framkvæmdir á Eyktarsvæðinu með haustinu. Hann segist ekki vænta þess að erfitt verði að selja þær íbúðir sem félagið áformar að reisa á svæðinu. �?Skipulagsvinnan er í gangi og miðar vel en auk fullbúinna íbúða munum við bjóða til sölu lóðir undir einbýlishús, parhús og fjölbýlishús,�? segir Gunnar Valur.
Helstu fjárfestingar sem fyrirhugaðar eru í Hveragerði á næstu þremur eru: Viðbygging við grunnskólann, nýtt íþróttahús, knattspyrnuvöllur lagður gerviefni, endurbætur og viðhald á sundlauginni í Laugaskarði, ljúka við að leggja bundið slitlag á allar götur og uppbygging björgunarmiðstöðvar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst