Álsey VE 2, uppsjávartogskipið sem Ísfélagið keypti nýlega, er væntanlegt til Vestmannaeyja frá Kanaríeyjum síðdegis í dag, laugardag. Skipið var smíðað árið 1987 í Flekkefjord í Noregi og er vel búið tækjum. Það er 65,65 metra langt og 12,60 metra breitt og burðargeta þess er um 2.000 tonn í 9 tönkum með öflugu kælikerfi. Ólafur Á. Einarsson verður skipstjóri á skipinu en það verður strax gert klárt til veiða í norskíslensku síldinni og heldur því fljótlega á veiðar. Álsey verður til sýnis frá klukkan 14.00 til 16.00 á morgun, sunnudag.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst