Nýtt skipurit sjúkrahússins verður kynnt í janúar
11. janúar, 2015
Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands skrifar pistil á heimasíðu stofnunarinnar svohljóðandi:
�??Nú hefst tími framþróunar og breytinga hjá okkur og við þurfum á öllum að halda í þeim verkefnum sem við leggjum að stað með fyrir nýju stofnunina okkar. Eitt er sem breytist nú er hvernig við ávörpum þjónustuþega í síma.
Ýmis verkefni eru framundan í uppbyggingunni. Við þurfum að ljúka verkefnum sem eru nú í gangi varðandi sameininguna, ýmis praktísk mál og verða þau kynnt jafnóðum.
Við höfum skilað rekstraráætlun fyrir árið 2015 sem er innan ramma fjárlaga, en þurfum þó áfram að gæta aðhalds í rekstri og draga úr breytilegri yfirvinnu eins og kostur er. Jafnframt munum við þegar líður á árið skoða ferla í tengslum við ákveðna þjónustuþætti og finna leiðir til að gera þjónustuna betri og skilvirkari fyrir sjúklinga og stofnunina í heild sinni.
Nýtt skipurit verður kynnt nú í janúar og til stendur að ráða mannauðsstjóra við stofnunina, en starfið hefur nú verið auglýst laust til umsóknar.”
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst