Heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að gera símsvörun fyrir læknavaktþjónustu miðlæga á landsvísu og unnið hefur verið að undirbúningi þess undanfarna mánuði. Verkefnið er í höndum Sjúkratrygginga Íslands sem hafa skrifað undir samninga við Heilbrigðisstofnun Norðurlands um að sjá um símsvörun í vaktsímanúmerið 1700 á dagvinnutíma og Læknavaktina í Kópavogi um símsvörun utan dagvinnutíma.
Á vaktsvæði heilsugæslunnar á Selfossi hefur slík símsvörun verið í höndum hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku en hún mun nú færast yfir í hendur hjúkrunarfræðinga hjá miðlægri símsvörun í gegnum símanúmerið 1700.
Í Vestmannaeyjum hafa allar innhringingar til vaktlæknis farið fram í gegnum neyðarnúmerið 112 en nú tekur 1700 númerið við sem símsvörun fyrir almenna vaktþjónustu. 112 er að sjálfsögðu áfram virkt fyrir bráða- og neyðartilvik.
Á öðrum vaktsvæðum innan HSU kemur 1700 númerið inn fyrir vaktsíma læknis en það eru hjúkrunarfræðingar sem svara þegar hringt er í þetta númer. �?eir veita ráðgjöf, leiðbeina fólki hvert skal leita í heilbrigðiskerfinu eða gefa símann áfram til vaktlæknis þegar tilefni er til. Gömlu vaktnúmerin verða áfram virk til 1. nóvember en frá og með 1. október flytjast þau sjálfkrafa í miðlæga símsvörun hjá 1700 sem verður aðalnúmer fyrir símsvörun fyrir HSU frá þeim tíma.
Fólki er áfram bent á að hafa samband við sína heilsugæslustöð á dagvinnutíma ef það ætlar að panta tíma hjá lækni eða fá lyfjaendurnýjun. Sjá má upplýsingar um starfsemi og opnunartíma heilsugæslustöðva HSU hér á heimasíðunni.
Ef um slys og alvarleg veikindi er að ræða þar sem bráðrar þjónustu er þörf �?? hringið í 112 !