Ég hef oft fjallað um kvótakerfið enda starfað í eigin útgerð í 24 ár og er í dag það sem er oftast kallað leiguliði. Staðan í dag hér í Eyjum er þannig, að í vetur eru aðeins 2 bátar á línu og er ég sá yngri og engin er að fara að byrja í útgerð, enda er það ekki hægt vegna núverandi kvótakerfis og hins fáránlega háa kvótaverðs. En hvernig er hægt að breyta því?