Kristín Jóhannsdóttir safnstjóri Eldheima hlýtur Fréttapýramídann fyrir framlag til menningar- og ferðamála í Vestmannaeyjum. Kristín er fædd í Reykjavík en uppalin í Vestmannaeyjum. Hélt til Þýskalandi eftir stúdentspróf til máms í sagnfræði, bókmenntum og norrænum fræðum sem lauk með Magisterprófi frá háskóla í Berlín 1991. Auk þess fararstjóranám og sótti námskeið í almannatengslum og markaðsfræðum á vegum Icelandair og í Þýskalandi.
Kristín lærði að taka til hendinni í Ísfélaginu þar sem hún vann á sumrin með skóla. Líka í farþegaafgreiðslu Flugleiða í Vestmannaeyjum og Osló. Fréttaritari RÚV í Berlín 1991 til 2000 og upplýsinga- og markaðsstjóri Icelandair í Frankfurt árin 2000 til 2004.
Kristín hefur verið fararstjóri í ferðum vítt og breitt í Evrópu. Haft umsjón með sýningarbás Ferðamálstofu í Berlín. Skrifað og þýtt greinar fyrir ýmis þýsk og íslensk fyrirtæki. Komið að sjónvarps- og kvikmyndagerðarverkefnum í Þýskalandi sem tengjast Íslandi og Vestmannaeyjum. Aðkoma Kristínar að markaðsverkefnum er mjög fjölbreytt. M.a. sýningarskála Íslands á heimssýningunni í Hannover 2000. Var með í markaðsátaki Icelandair í Þýskalandi, Frakklandi og Hollandi. Kom að kynningu og skipulagsvinnu Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni árin 2001, 2002 og 2003. Skipulagði líka fjölda blaðamannaferða til Íslands og Bandaríkanna.
Ráðin til starfa í Vestmannaeyjum
Kristín var ráðin ferða- menningar- og markaðsfulltrúi Vestmannaeyjabæjar í maí 2004. Þar nýttist tengslanet hennar í ferðamennsku og í fjölmiðlum víða um Evrópu til að kynna Vestmannaeyjar. Gekk vasklega fram í að kynna Vestmannaeyjar sem Pompei Norðursins sem varð kveikjan að byggingu Eldheima. Skipulagði kynningu á Vestmannaeyjum á ferðakaupstefnum og var í stjórn útgáfu á upplýsingabæklingum um Vestmannaeyjar.
Kristín á hugmyndina að Nótt safnanna í Vestmannaeyjum sem er helsti menningarviðburður haustsins í Eyjum. Varð fljótt Safnahelgi og boðskapurinn hefur dreifst um allt Suðurlandi og til Reykjavíkur. Kristín hefur líka unnið við dagskrárgerð og skipulagningu á Goslokahátíð í Vestmannaeyjum og fjölda einstakra viðburða s.s. tónleika og listasýninga í Vestmannaeyjum.
Fjölbreytt starfsemi
Kristín var ráðin safnstjóri Eldheima þegar safnið var opnað í maí 2014 og laðar að þúsundir ferðamanna á hverju ári. Líka hefur Kristín staðið fyrir listviðburðum oft tengdum tónlist þar sem Eyjalögin skipa sérstakan sess. Auk þess hefur hún fengið erlenda listamenn, síðast söngkonuna Tidy Rodrigues frá Grænhöfðaeyjum sem hélt eftirminnilega tónleika í Eldheimum í haust. Fleiri viðburðir eru í undirbúningi og í tónlistinni nýtur hún krafta tónlistarmannsins og sambýlismannsins Magnúsar R. Einarsson sem hleypt hefur lífi í tónlistina í Vestmannaeyjum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst