Hraunbúðir verða áfram á neyðarstigi almannavarna yfir hjúkrunarheimili. “Við þurfum að halda þetta út öll saman sem eitt lið, við vonumst eftir hinu besta og að allt gangi vel en þurfum að vera undirbúin til að takast á við sýkingar ef þær koma inn. Við munum því halda sama fyrirkomulagi og verið hefur varðandi heimsóknartíma til 2.desember,” segir í frétt á vef Hraunbúða
Óskað er eftir að aðstandendur panti heimsóknartíma meðan núverandi ráðstafanir eru í gildi. Heimsóknir eru leyfðar 2x í viku á hvern íbúa. Gestir til íbúa á austurgangi komi inn af pallinum við austurenda húss. Gestir til íbúa á vesturgangi komi inn um aðalinngang.
Áfram gilda sömu reglur um að sá hinn sami heimsæki íbúa yfir eina viku, gestir sinni ítarlegum sóttvörnum í formi handþvottar og sótthreinsunar, noti grímur, virði fjarlægðartakmörk (2 m) og að heimsóknir fari fram á einkarými íbúa.
Fyrirkomulagið er þannig að aðstandendur panta heimsóknartíma í gegnum netfangið vakt@vestmannaeyjar.is og helst sama tíma yfir þessar tvær vikur. Tölvupóstinum þarf að fylgja nafn á þeim sem kemur í heimsókn, hvern á að heimsækja og óskir um dagssetningar og tímasetningar. Undanþágur eru aðeins veittar ef um alvarleg veikindi íbúa er að ræða og þá í gegnum hjúkrunarforstjóra eða deildarstjóra hjúkrunar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst