Það verður allt undir í Kaplakrika í kvöld þegar þangað mæta Eyjamenn. Um er að ræða oddaleik í undanúrslitarimmu ÍBV og FH. Staðan í einvíginu er 2-2.
FH-ingar kmoust í 2-0, en Eyjamenn sigruðu tvo næstu leiki þar sem úrslit réðust annars vegar á loka sekúndum og í síðasta leik þurfti vítakastkeppni til að fá fram úrslit.
Leikurinn hefst klukkan 19.40 og verður hann í beinni á Sjónvarpi Símans. Fram kemur á facebook-síðu handknattleiksdeildar ÍBV að uppselt sé á leikinn. Þar segir einnig að það verði stuðningsmanna-hittingur á Ölhúsinu í Hafnafirði klukkan 17:15.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst