Bæjarráð fjallaði um á fundi sínum í gær þann kostnað sem víða á landsbyggðum er lagður á bæjarhátíðir og staðbundnar menningarhátíðir þótt á sama tíma sé löggæsla vegna sambærilegs skemmtanahalds á höfuðborgarsvæðinu greidd af ríkinu.
Í Vestmannaeyjum liggur fyrir að löggæslukostnaður vegna þjóðhátíðar er 4 milljónir. �?á hefur Vestmannaeyjabær átt frumkvæði að samstarfi við lögregluna vegna gosloka sem falið hefur í sér að Vestmannaeyjabær greiðir fyrir auka vaktir lögreglumanna og getur þannig dregið úr annars nauðsynlegri gæslu á mótstað.
Um leið og bæjarráð þakkar lögreglunni í Vestmannaeyjum fyrir farsælt samstarf hvetur það til þess að verklag um kostnaðarþátttöku vegna menningar- og bæjarhátíða um allt land verði samræmt. Með öllu óeðlilegt verður að telja að grunnþjónusta eins og löggæsla sé greidd af ríkinu á höfuðborgarsvæðinu en sveitarfélögum og skemmtanahöldurum á landsbyggðinni, segir í bókun bæjarráðs.