Nú er mikið óveður víðast hvar um landið, bálhvasst sumstaðar og ófært. Flugsamgöngur hafa raskast verulega og fólk er víða hvatt til að leggja ekki upp í ferðalög. Staðan í dag er hins vegar þannig að Landeyjahöfn er opin og hafa siglingar þangað gengið eins og í sögu. Herjólfur hefur þegar siglt þrjár ferðir þangað og fjórða og síðasta ferð dagsins er áætluð frá Eyjum klukkan 18:00.