Lundaballið fer fram í Höllinni þann 17. september. Álseyingar halda ballið að þessu sinni og undirbúningur hefur staðið yfir í tvö ár. Ekkert verður til sparað, lundi og svartfugl á boðstólum og humarsúpan fræga um miðnætti. Skemmtidagskrá í höndum Álseyinga svíkur engan og þó svo að nú séu liðin sjö ár frá því þeir héldu síðasta ball eru sum atriðin ennþá í fersku minni þeirra sem á horfðu og hlýddu.