Öflugur alhliða byggingaverktaki í heimabyggð
20. apríl, 2025
Eigendurnir, Magnús og Ester.

Steini og Olli byggingaverktakar ehf er stofnað árið 1988 af tveimur húsasmíðameisturum, Ársæli Sveinssyni og Steingrími Snorrasyni. Fyrirtækið er í dag í eigu hjónanna Esterar S. Helgadóttur og Magnúsar Sigurðssonar. Er hann einnig framkvæmdastjóri fyrirtækisins og hefur verið frá árinu 2002. Þau eru til húsa að Flötum 19 þar sem Netagerð Ingólfs var til húsa á sínum tíma. Útbúið vistlegar skrifstofur á efstu hæð þar sem alltaf er heitt á könnunni og þau til þjónustu reiðubúin fyrir einstaklinga og fyrirtæki.

Starfsfólk ásamt mökum á góðri stundu í Prag.

 

Starfsmenn eru 46 með fólki á skrifstofu og steypustöð sem starfar allt árið auk sumarmanna. Steini og Olli er alhliða byggingarverktaki með mikla reynslu og og margir starfsmenn með langan starfsaldur. ,,Það sýnir gagnkvæmt traust og styrkleika fyrirtækisins að hafa notið starfskrafta þessara öflugu starfsmanna um áratugaskeið, Hópurinn er samsettur af húsasmiðum, rafvirkjum, málurum og múrurum auk nema í iðnnámi. Það er því mikil þekking til staðar sem gerir það að verkum að við erum tilbúin í öll verkefni sem til falla.  Jafnframt er fyrirtækið að vinna með undirverktökum í pípulögnum, jarðvinnu, rafvirkjun, blikki og málun og nær það samstarf yfir marga áratugi,‘‘ segir Magnús. 

Þjónusta við Vestmannaeyjar 

,,Við lítum á það sem eina af meginskyldum okkar að þjónusta sem best sveitarfélagið Vestmannaeyjar og uppfylla ávallt væntingar viðskiptavina um gæði, kostnað og tíma.  Stefnan er að skapa jákvætt, skemmtilegt og hvetjandi starfsumhverfi þar sem allir hafa tök á að njóta sín í starfi. Það er gaman frá því að segja að í hópnum eru karlar og konur þó svo konurnar séu mun færri. Talsverður fjöldi kemur frá útlöndum og hafa ákveðið að setjast hér að.‘‘ 

Steini og Olli hefur annast fjölda verkefna í Vestmannaeyjum, íbúðarhúsnæði af ýmsum gerðum, einbýli jafnt sem fjölbýli, verslunarhúsnæði, atvinnuhúsnæði, sérhæfðu húsnæði fyrir sjávarútveginn, frystiklefa, hrognahús o.fl. og ýmsar opinberar byggingar fyrir ríkissjóð og sveitarfélagið. 

Vel lukkuð endurbygging 

Heiðarvegur 12, fjölbýli.

 

Nýjasta verkefnið á íbúðarmarkaði er endurbygging gömlu Slökkvistöðvarinnar og Fiskasafnsins á Heiðarveginum. Þar er lítið fjölbýli með 10 íbúðum á efri tveimur hæðum og fjögur rými á jarðhæð til ýmiss/a nota. Lukkaðist virkilega vel og höfum við fengið mjög jákvæð og uppbyggileg viðbrögð frá nýjum eigendum og bæjarbúum almennt. Það er því mikil ánægja okkar megin með þetta verkefni og auðvitað aðalatriðið þegar við finnum þessi yndislegu viðbrögð frá öllu því fólki sem hefur fest kaup á þessum eignum,‘‘ segir Magnús. 

Væntanlegt útlit Tangagötu 10.

 

Í lok síðasta árs hófust framkvæmdir við nýtt fjölbýli að Tangagötu 10 á grunni húss sem var rifið. ,,Þetta hefur gengið vel frá því við byrjuðum í haust. Tíðarfar verið nokkuð hagstætt utan nokkurra vikna þar sem rokið fór óþarflega hratt yfir.  Kjallarinn er uppsteyptur en þar verður bílageymsla og jarðhæð langt komin. Á jarðhæðinni verður aðalinngangur og geymslur fyrir íbúðir á efri hæðum hússins. Jafnframt er gert ráð fyrir rúmlega 300 fm þjónusturými sem getur hýst ýmsan rekstur. Íbúðirnar verða  74 til 178 fm og stærstu íbúðirnar eru á 4. og 5. hæð. Tveggja til þriggja  herbergja með góðum svölum. Vel útbúnar að innan sem utan. Þetta er mjög spennandi verkefni á besta stað við höfnina. Við finnum fyrir miklum áhuga og geta áhugasamir haft samband við okkur og Guðjón Hjörleifsson löggiltan fasteignasala. Áætlanir gera ráð fyrir að þessu verkefni að Tangagötu verði lokið vorið 2027,‘‘ segir Magnús.

Boðaslóð 8-10, lóðarteikning.

 

Margt framundan

Framundan er uppbygging íbúðarhúsnæðis á reit gamla leikskólans Rauðagerði að Boðaslóð 8 til 10. Unnið er að gerð deiliskipulags og gert er ráð fjórum tveggja hæða fjölbýlishúsum með fjórum til fimm íbúðum. ,,Við vonumst til að á seinni hluta ársins verði mögulegt að hefja framkvæmdir á lóðinni en fyrst þarf að fjarlægja gamla Rauðgerði. Undirbúningur er í nánu samstarfi Vestmannaeyjabæ og berum við miklar vonir til þess að þarna rísi áhugaverður íbúðakjarni fjögurra aðskilinna húsa með fallegu og hentugu íbúðarhúsnæði. Staðsetningin er virkilega spennandi í grónu hverfi sem er staðsett vel miðsvæðis,‘‘ segir Magnús, 

Af fyrri verkefnum síðustu ára nefnir Magnús uppbyggingu Ísfélagsins við dæluhús fyrir hráefnistanka, nýtt hrognahús og endurbætur að utan sem innan á fiskimjölsverksmiðju félagsins. ,,Samstarfið með Ísfélaginu hefur verið mjög gott og ánægjulegt að vinna með forsvarsmönnum fyrirtækisins við þessi verkefni sem eru í gangi hjá þeim. Við erum einnig að vinna reglulega að ýmsum verkefnum með sveitarfélaginu, í endurbótum og viðhaldi eigna sveitarfélagsins. Líka fyrir ríkið sem á eignir í Vestmannaeyjum.  Einnig höfum við byggt og erum að byggja einbýlishús fyrir fjölskyldufólk sem veðjar á uppbyggingu og framtíð Eyjanna. Það er skemmtilegt að taka þátt í slíkum verkefnum þegar ungt fólk er að setja sig niður í hér í bæ,‘‘ segir Magnús sem er bjartsýnn á framtíðina. 

Bjartsýn á framtíð Eyjanna 

,,Við hjá Steina og Olla erum bjartsýn á framtíð Eyjanna og viljum vera þátttakendur í  uppbyggingunni sem hér er, bæði hjá íbúum og fyrirtækjum. Ekkert verkefni er of stórt fyrir okkur og  hvetjum við fólk til að setja sig í samband við okkur um verk sem er í undirbúningi. Við erum alhliða byggingaverktaki með mikla reynslu í að taka verkefni að okkur að öllu leyti og sjá um alla þætti. Erum við með iðnaðarmenn á okkar vegum, ýmist innan okkar fyrirtækisins eða undirverktaka sem hafa reynsluna sem til þarf.  

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
EF Fors 10 Tbl 2025
10. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
ludra
8. nóvember 2025
16:00
Hausttónleikar Lúðrasveitar Vestmannaeyja í Hvítasunnukirkjunni
Skemmtun
PXL 20251104 095848596
9. nóvember 2025
17:00
Bókakynning í Eldheimum - Óli Gränz
Skemmtun
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.