Lögreglan í Vestmannaeyjum hafði í nógu að snúast í síðustu viku. Meðal annars var lögreglan kölluð út rétt um miðnótt laugardags en þá hafði maður ógnað fólki með hnífi og brotið rúðu. Gaf maðurinn þá ástæðu að gestir á heimili hans hafi neitað að fara út og hafi það endað með átökum á milli hans og gestanna. Til að verja sig hafi hann gripið hníf og hafi mennirnir þá farið.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst