Ungur maður gistir nú fangageymslur lögreglunnar eftir að hafa ógnað fólki með hnífi á veitingastað í Vestmannaeyjum á sjötta tímanum í morgun. Að sögn lögreglunnar var maðurinn, sem er rétt rúmlega tvítugur, talsvert ölvaður og taldi sig eiga óuppgerðar sakir við nokkra á veitingastaðnum.