Um helgina spilaði ÍBV U tvo leiki við Hamranna í 1. deild karla. Fyrri leikurinn endaði með eins marks tapi, 27:26, en sá síðari með þriggja marka sigri, 30:27. Markahæstur í fyrri leiknum var Dagur Arnarsson með átta mörk en í þeim síðari var Elliði Snær Viðarsson atkvæðamestur með 11 mörk talsins. Eyjafréttir höfðu samband við þjálfara liðsins, Sigurð Bragason, og spurðu hann nánar út í liðið.
Hver er hugmyndin á bakvið ÍBV U? �??Eftir síðasta keppnistímabil ræddum við eins og alltaf hvað var gott og hvað betur mætti fara. Við erum að koma upp með mikinn fjölda af mjög efnilegum leikmönnum, marga landsliðsmenn yngri landsliða, marga leikmenn sem eru �??all inn�?? í þessu sporti. Við vorum ekki sáttir við fyrirkomulagið í Íslandsmótinu hjá 2. flokki í fyrra og vildum við því búa til vettvang fyrir þessa stráka sem myndi ögra þeim meira. Ekki festast í yngri flokkum til 20 ára aldurs. HSÍ kom því með þessa hugmynd, að vera með aukalið og bjó til regluverk sem við sáum fram á að við gætum nýtt okkur,�?? segir Siggi.
�??Reglurnar eru þannig að við verðum að tilkynna tíu leikmenn úr aðalliðinu sem ekki mega leika með U liðinu,�?? heldur Siggi áfram. �??�?eir leikmenn eru: Stephen, Kolbeinn, Grétar, Magnús Stef, Sigurbergur, Róbert, Agnar, Teddi, Kári og Sindri. Allir aðrir sem eru samningsbundnir ÍBV mega spila með U liðinu. U liðið má ekki spila í sömu deild og aðalliðið og getur því ekki unnið deildina.�??
Meiðsli og lánsamningar hafa sett eilítið strik í reikninginn fyrir U liðið en á móti hafa yngri leikmenn fengið séns á því að spreyta sig. �??�?etta hefur verið svolítið flókið fyrir áramót. Við lánuðum Stephen til Frakklands, Róbert handarbrotnaði í öðrum leik og svo hefur Sindri Haralds verið mikið frá. Við urðum því að taka þá út af þessum tíu manna lista og setja aðra í staðinn, leikmenn sem við sáum í lykilhlutverki í þessu U liði,�?? segir Siggi.
�?rátt fyrir þessi vandamál eru þjálfarar liðsins afar hrifnir af því sem komið er. �??Mjög ungir leikmenn ÍBV eru búnir að spila mikið af leikjum í meistaraflokki og vera jafnvel í stórum hlutverkum. T.d. hafa allir 16 leikmenn 3. flokks leikið með U liðinu í vetur og fengið þar gífurlega mikilvæga reynslu. �?essir ungu strákar sjá líka hvað líkamlegi þátturinn er mikilvægur og fara því fyrr að styrkja sig. �?g held að fólk sem hefur mætt á leiki okkar í efstu deild sjái að við höfum verið að henda mikilli ábyrgð á þessa stráka. Til að mynda höfum við verið með allt að sex leikmenn 3. flokks í hóp (það eru 14 leikmenn á leikskýrslu í hverjum leik) og ekki bara sem uppfylling heldur í stórum hlutverkum,�?? segir Siggi.
Hvernig er liðið að plumma sig í 1. deildinni? �??Okkur var spáð 11. sæti fyrir mót en við erum sem stendur í 10. sæti. Vonandi náum við að komast aðeins ofar áður en mótinu líkur í vor. Annars höfum við komið því skýrt til okkar stráka að stigataflan er algert aukaatriði hjá þessu liði. �?að er spiltíminn og reynslan sem skiptir höfuðmáli,�?? segir Siggi að endingu.