Ökumaður stakk af eftir að hann varð valdur að árekstri Grænuvöllum á Selfossi um kl. 23:30 á þriðjudagskvöld. Að sögn lögreglu var ekið á kyrrstæða og mannlausa bifreið með þeim afleiðingum að hún stórskemmdist, þeyttist út á miðja götu og glerbrot lágu á víð og dreif.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst