�?lduhæð of mikil fyrir Herjólf
22. júlí, 2012
Ferð Herjólfs sem fara átti frá Vestmannaeyjum kl. 11:30 og frá Landeyjahöfn kl. 13:00 fellur niður vegna ölduhæðar. Ölduhæð í Landeyjahöfn er 3,1m núna kl. 11:00 og töluvert brot fyrir utan hafnargarðanna. Farþegar sem áttu bókað far í þessar ferðir eru beðnir hafa samband við afgreiðslu til þess að breyta bókunum sínum. Mikil óvissa er með aðrar ferðir dagsins af sömu ástæðu. Athugun með ferðina frá Vestmannaeyjum kl. 14:30 og Landeyjahöfn kl. 16:00 verður kl. 13:00 þ.e. næsta athugun er kl. 13:00.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst