Olía hreinsuð af Nausthamarsbryggjunni
6. janúar, 2015
Nausthamarsbryggja var þrifin að norðanverðu í dag eftir óhapp sem varð við dælingu úrgangsolíu úr Sigurði VE síðastliðið föstudagskvöld. Gestur Guðjónsson, öryggis- og umhverfisfulltrúi Olíudreifingar, kom til Eyja til að ræða við starfsmenn Vestmannaeyjahafnar um málið og skoða aðstæður.
Gestur segir í samtali við Eyjafréttir að eitthvað af olíu hafi lekið í höfnina, óljóst sé hversu mikið. Hann segir að einnig hafi verið unnið á olíubrák sem hafði myndast í höfninni í kjölfar þess að olía lak úr Sigurði. Olían dreifðist bæði um þilfar skipsins og með síðu þess bakborðsmegin.
Hafnsögubáturinn Lóðsinn og búnaður frá slökkviliði Vestmannaeyja var notaður til að þrífa Nausthamarsbryggjuna. Eins og sést á meðfylgjandi myndum var Lóðsinn einnig nýttur til að þrífa á fleiri stöðum.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst