Ekkert hefur verið hægt að dæla upp sandi við Landeyjahöfn síðan í gærmorgun. Eins og kom fram hér á Eyjafréttum var rörinu, sem brotnaði af dæluskipinu Perlunni í síðustu viku, náð upp á laugardag en rörið hamlaði því að hægt væri að opna höfnina. Eftir að rörið var komið upp þurfti um það bil sólarhing í viðbót við dælingu til að opna höfnina.