Eyjamenn sátu eftir með sárt ennið í tapleik gegn Val á Hlíðarenda í gærkvöldi. Lokatölur voru 28:24 en þarna var um hreinan úrslitaleik að ræða um að komast í fjórða sæti
Olísdeildarinnar næsta hálfan annan mánuðinn sem er það hlé sem framundan er í deildinni.
�??ÍBV var án Theodórs Sigurbjörnssonar vegna meiðsla, sem og Róberts Arons Hostert sem náði því aðeins að spila fyrstu tvo leiki tímabilsins fyrir jólafríið, en hann braut
bátsbein í september. �?arna eru á ferð menn sem væru aðalmenn í öllum liðum deildarinnar og þeirra var saknað í gær.
Hinn 18 ára gamli Elliði Snær Viðarsson átti flottan leik en mikið mæddi á Sigurbergi Sveinssyni. Agnar Smári Jónsson virtist nokkuð frá sínu besta formi og náði sér ekki á strik. Eyjamenn
hafa gott af hléi núna til að ná sínum vopnum og eru til alls líklegir í seinni hluta mótsins,�?? segir um ÍBV í Morgunblaðinu í dag.
Myndin er úr leik ÍBV frá í haust.