�?ll flottustu lög Leikfélagsins flutt á tónleikum í Höllinni
13. september, 2011
Leikfélag Vestmannaeyja er að safna fyrir hljóðkerfi þessa dagana en liður í þeirri söfnun eru stórtónleikar í Höllinni þar sem öll helstu lögin sem hafa hljómað í Bæjarleikhúsinu verða flutt. Tónleikarnir verða laugardaginn 24. september næstkomandi en í meðfylgjandi myndbandi má sjá allar upplýsingar um tónleikana. Jórunn Lilja Jónasdóttir og Birkir Högnason skipuleggja tónleikana.