Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra gerði sér ferð til Vestmannaeyja um helgina til að taka þátt í árlegu blaki öldunga. Á lokahófi mótsins, sem haldið var á laugardagskvöld, lenti Steingrímur í orðaskaki við ölvaðan gest. Heimildarmaður DV, sem var á staðnum, segir að maðurinn hafi fengið sér of mikið neðan í því og „ónáðað“ ráðherrann, eins og hann orðar það. Öryggisverðir á staðnum voru fljótir til og fylgdu manninum út úr húsi.