Ómar Garðarsson og Eygló Egilsdóttir – Nýtt fólk á Eyjafréttum
26. maí, 2022
Eygló kemur ný inn á Eyjafréttir.

Frá og með deginum í dag tekur nýtt fólk við Eyjafréttum. Ómar Garðarsson verður ritstjóri og Eygló Egilsdóttir blaðamaður. Sindri Ólafsson, hefur látið af störfum sem ritstjóri og snýr til annarra starfa, Margrét Rós Ingólfsdóttir sem hefur haldið utan um reksturinn og ljáð Eyjafréttum lið með skrifum stígur til hliðar.

Eðlilega verða breytingar og nýjar áherslur með nýju fólki en markmiðið er að halda úti fréttamiðlum, á prenti og á netinu sem segja frá því sem er að gerast í Vestmannaeyjum og því sem tengist þeim.

Ómar, sem hefur áratuga reynslu af blaðamennsku og stýrði Fréttum/Eyjafréttum í mörg ár hlakkar til. „Blaðamennska hefur verið stór hluti af mínu lífi frá 1986 og síðustu ár hef ég komið að margskonar útgáfu. Vestmannaeyjar eru öflugt samfélag og fjölbreytt og það ætlum við að endurspegla bæði á eyjafréttum.is og blaðinu Eyjafréttum. Af nógu er að taka,“ sagð Ómar.

Eygló sem er að flytja heim til Eyja, hefur síðustu tíu ár rekið tvö fyrirtæki í heilsuræktar bransanum á höfuðborgarsvæðinu. „Heimþráin til Eyja hefur vaxið með hverju árinu og mér finnst ég mjög lánsöm að geta tekið þetta skref heim á ný. Ég er þakklát fyrir tækifærið og full tilhlökkunar að takast á við ný verkefni með nýju samstarfsfólki.“

„Næsta blað Eyjafrétta kemur út fyrir sjómannadag og eru áskrifendur beðnir afsökunar á því. Við völdum þessa leið til að hafa tíma til að stokka aðeins upp spilin. Við erum þegar byrjuð á eyjafrettum.is,“ sagði Ómar.

Ný stjórn verður kosin á aðalfundi sem verður haldinn á næstunni.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.