Árlegir jólatónleikar Kórs Landakirkju verða haldnir miðvikudaginn 15. desember. Kórinn hefur alltaf fengið landsþekkta söngvara með kórnum og að þessu sinni verða tveir stórsöngvarar á tónleikunum. Gissur Páll Gissurarson, einn efnilegasti söngvari af yngri kynslóðinni og Sólveig Unnur Ragnarsdóttir, tónlistarkennari við Tónlistarskóla Vestmannaeyja syngja saman og í sitt hvoru lagi á tónleikunum.