Nóttin var með þeim ónæðissamari á Stórhöfða í Vestmannaeyjum. Undir morgun var meðalvindur þar vel yfir 40 m/s og vindhviður um og yfir 50 m/s lengi nætur. Veðrið er nú aðeins byrjað að ganga niður, að sögn Óskars J. Sigurðssonar veðurathugunarmanns og vitavarðar.