Opið hús í Rauðagerði
6. nóvember, 2013
Í dag miðvikudaginn 6. nóvember bjóða unglingar, ungmenni og starfsfólk á Rauðagerði gestum og gangandi að sjá og heyra hvað fer fram í félagsmiðstöðinni/frístundahúsinu. Dagskráin er fjölbreytt, allt frá matargerð til tískusýningar en fatahönnunarkeppnin Stíll er haldin samhliða opnum degi.
Rauðagerði opnar kl. 14 fyrir gesti og gangandi.
Kl. 15:00 mun unglingaráðið baka vöfflur og bjóða kaffi og mjólk með.
Kl. 16:00 sýnikennsla í Brjóstsykursgerð.
Kl. 17:00 munu keppendur í kokkakeppni GRV sína tilburði við matargerð og þjónustu, fer fram í Barnaskólanum.
Kl. 18:00 lokar húsið tímabundið.
Kl. 19:30 Munu módelin í Stíl, fatahönnunar, förðunar og hárgreiðslukeppni sýna afrakstur sinn í sal GRV í Barnaskóla en Rauðagerði sendir sigurvegarana í úrslitakeppni STÍLS í Hörpu í nóvember.
Kl. 20:30 ætla unglingarnir að skora á foreldra, eldri systkini eða aðra gesti í CRUD, Just Dance, borðtennis eða ballskák.
Ungmennaráðið býður upp á smakk af frönskum makkarónum og afrakstur Tie Dye smiðju verður til sýnis.
Kl. 21:00 munu þátttakendur í EUF kynna verkefni sem Rauðagerði tók þátt í ásamt félagsmiðstöðvum í Tromsö (Noregur) og Dala-Järna (Svíþjóð) sem var í gangi frá febrúar 2012 til júní 2013.
Kær kveðja starfsfólk Rauðagerðis
No data was found
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst